Verðskrá

Portrait – Samsettar myndir

Verð fyrir portrait myndatöku miðast við samsettar myndir af portrait myndatöku í stúdíó + bakgrunn (landslag eða annað) að eigin vali.
Hágæða prentun og rammi með glampafríu gleri að verðmæti 45.000 kr. fyrir hverja mynd innifalið í verði. Miðað er við um 70 cm x 90 cm prentun og getur verð fyrir prentun, ramma og gler breyst vegna breytinga á gjaldskrá fyrir þá þjónustu.

Myndataka nr. 1. – 195.000 kr.
Ein samsett mynd.

Myndataka nr. 2. – 305.000 kr.
Tvær samsettar myndir.

Myndataka nr. 3. – 405.000 kr.
Þrjár samsettar myndir.

Myndataka nr. 4. – 495.000 kr.
Fjórar samsettar myndir.

50% afsláttur fæst af verði portrait myndatöku ef myndir til fullvinnslu eru valdar samdægurs á staðnum.

Verð með 50% afslætti af portrait myndatöku. Hágæða prentun og rammi með glampafríu gleri að verðmæti 45.000 kr. fyrir hverja mynd innifalið í verði:
Myndataka nr. 1. – 120.000 kr.

Myndataka nr. 2. – 197.500 kr.
Myndataka nr. 3. – 270.000 kr.
Myndataka nr. 4. – 337.500 kr.

Myndir afhendast fullunnar, prentaðar í fullri stærð (viðmið er 70 x 90 cm).
Einungis völdum myndum til prentunar úr myndatökunni er einnig skilað fullunnum í stafrænu formi í skjáupplausn (allt að 2.000 x 2.000 punktar), nema um annað sé samið sérstaklega.

Portrait – Stúdíómyndir. Ekki samsettar myndir. Prentun, rammi og gler ekki innifalið í verði. Sér uppstilling fyrir hverja mynd.

Myndataka nr. 5. – 75.000 kr.
Ein mynd.

Myndataka nr. 6. – 140.000 kr.
Tvær myndir.

Myndataka nr. 7. – 195.000 kr.
Þrjár myndir.

Myndataka nr. 8. – 240.000 kr.
Fjórar myndir.

Verð með 50% afslætti af portrait myndatöku.
Myndataka nr. 5. – 37.500 kr.

Myndataka nr. 6. – 70.000 kr.
Myndataka nr. 7. – 97.500 kr.
Myndataka nr. 8. – 120.000 kr.

Áætlaður tími í stúdíó fyrir eina mynd í portrait myndatöku er allt að 2 klst.

Áætlaður tími í stúdíó fyrir fjórar myndir í portrait myndatöku er allt að 6 klst.

Viðskiptavinir sjá sjálfir um fatnað, förðun, hár og annað sem við á nema um annað sé samið sérstaklega.

Ef myndir eru ekki teknar í stúdíó bætist 50.000 kr. gjald við heildarverðið. Ekki er gefinn afsláttur af þessu gjaldi.

Viðburðir

Ljósmyndun fyrir viðburði aðra en tónleika – 150.000 kr.
Miðað er við um allt að 4 klst. viðburð og um 50 myndum skilað fullunnum.

Ljósmyndun fyrir tónleika – 250.000 kr.
Miðað er við allt að 4 klst. og um 50 myndum skilað fullunnum.

Skilmálar

Viðskiptavinum er heimilt að birta myndir úr portrait myndatöku í öllum miðlum í kynningarskyni án endurgjalds og er sú heimild ótímabundin. Ef viðskiptavinur óskar eftir því að myndir úr portrait myndatöku verði prentaðar í fleiri eintökum þarf að fá sérstaka heimild hjá mér til þess auk greiðslu fyrir hverja prentun.

Afhending mynda fer fram um 14 dögum eftir myndatöku. Sá tími getur verið styttri eða lengri og miðast þá við þann tíma sem fer í prentun og innrömmun.

Ef viðskiptavinur er ekki sáttur við myndir í portrait myndatöku að myndatöku lokinni (samdægurs) þarf hann ekkert að greiða.

Í öllum tilvikum er stafrænum myndum skilað í prentupplausn í JPG.

Ég sendi óunnar myndir ekki frá mér.

Viðskiptavinum er heimilt að birta myndir af viðburðum og tónleikum í öllum miðlum í tengslum við almenna umfjöllun fjölmiðla án endurgjalds og er sú heimild ótímabundin. Ef viðskiptavinur óskar eftir því að myndir af viðburðum og tónleikum verði prentaðar þarf að semja við mig um það sérstaklega.

Ef myndatakan er fyrir vöru eða þjónustu í auglýsingaskyni er samið um það sérstaklega.
Í því sambandi miða ég við gjaldskrá Myndstef.

Eigna-, sölu- og birtingaréttur er á mínu nafni. Ég áskil mér rétt til þess að birta allar myndir sem ég tek í öllum miðlum og á prenti ótímabundið, hvort sem er til kynningar eða sölu. Viðskiptavinir skrifa undir samkomulag þess eðlis.

Óheimilt er fyrir viðskiptavin að hafa beinan hagnað af sölu eða leigu á myndunum, t.d. vegna birtingar í fjölmiðlum, í formi bóka og tímarita, korta eða plakats og óheimilt er að setja myndirnar inn á myndabanka, hvort sem það er í hagnaðarskyni eða á öðrum forsendum.

Það má reikna með allt að tugum klukkutíma samtals í undirbúning, myndatöku og eftirvinnslu og því miða ég við að taka eingöngu eitt til fjögur verkefni að mér á viku, eftir umfangi.

Hægt er að panta myndatöku hjá mér með því að senda mér tölvupóst á petur@peturfjeldsted.is eða að hafa samband í síma 695-7799. Í öllum tilvikum eru óskir viðskiptavina og skipulag rætt tímanlega svo myndatakan geti gengið eins vel og kostur er.

Verð geta breyst án fyrirvara. Þessi verðskrá og skilmálar gilda til vors 2022. Eftir þann tíma hækkar verð fyrir portrait myndatöku um 50%.

Close Menu